logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sóttvarnarreglur

24.08.2021 17:30

Nú er skólaár Listaskólans hafið og kennarar eru að skipuleggja stundaskrár nemenda í samráði við nemendur, foreldra og annað frístundastarf. Áfram þurfum við að huga að sóttvarnarreglum og biðjum við foreldra að minna börnin á handþvott þegar þau koma í skólann og eins er spritt á göngum og í stofum.

Gildandi sóttvarnarreglur fyrir tónlistarskóla má sjá hér:

- Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.

- Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými.

- Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu.

- Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.

- Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum.

- Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar.

- Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira