Suzuki útskriftartónleikar frá Listaskólanum -haldnir í Safnaðarheimilinu kl. 17:30 mánudaginn 30. maí.
29.05.2022 17:09Mánudaginn 30 maí mun Íris Torfadóttir leika á fiðlu á útskriftartónleikum þar sem hún lýkur 8. og jafnframt síðustu Suzukibókinni og útskrifast því úr Suzukinámi í fiðluleik frá Listaskólanum í Mosfellsbæ. Kennari Írisar er Vigdís Másdóttir fiðluleikari og kennari við Listaskólann. Lilja Eggertsdóttir leikur undir á páinó.
Allir eru hjartanlega velkomnir!