
Dagur Listaskólans laugardaginn 5. mars
24.02.2022 10:05Bæjarbúum er boðið að koma og kynna sér það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans á degi Listaskólans 5. mars.
Opið hús kl. 11:00-13:00 í Listaskólanum Háholti 14. 3. hæð -
Tónlistardeild býður upp á tónlist og hljóðfærakynningar í öllum stofum
Myndlistarskólinn sýnir myndverk á göngum skólans
-----
Leikfélag Mosfellssveitar
Opið hús verður í Bæjarleikhúsinu kl. 13:00-15:00 og í boði kaffi- og vöfflusala og flóamarkaður þar sem hægt verður að gera góð kaup.
Skólahljómsveitin
Gestum er boðið á opna æfingu B-sveitar sem verður í Helgafellsskóla kl. 10:00-12:00