logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Tónlistadeild

Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1966 en 1. febrúar 2006 var Listaskóli Mosfellsbæjar stofnaður og varð þá Tónlistarskólinn að tónlistardeild innan Listaskólans.

Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.

Námið

Almennt fer kennslan þannig fram, að yngri nemendur mæta 2x í viku í hálftíma einkatíma en oft þeir sem eldri eru í 1x í viku í klukkutíma. Frá 12 ára aldri er svo tónfræði 1x í viku.

Sumir sækja um að komast í hálft nám og er þá einkatíminn bara 1x30 mín. á viku. Ekki er mælt sérstaklega með því nema ef t.d. nemandi í fullu námi bætir við sig aukahljóðfæri í hálfu námi.

Þegar nemendur eru komnir nokkuð á skrið á sín hljóðfæri bætast við, í flestum tilfellum, ýmiss samspilsverkefni, framkoma á tónleikum og eitt og annað.

Unnið er eftir námskrá tónlistarskólanna útgefinni af menntamálaráðuneytinu. Tekin eru grunnpróf, miðpróf og að lokum framhaldspróf.

Tónleikahald

Mikilvægur hluti af námi tónlistarskólanema er að koma fram á tónleikum. 

Á vegum Tónlistardeildarinnar fer fram fjöldi tónleika á hverjum vetri. Allt frá litlum tónleikum, þar sem nemendur hvers kennara koma saman og spila fyrir hvorn annan og uppí stærri tónleika t.d. í Listasal Mosfellsbæjar. Einnig er spilað á ýmsum stöðum við hin ýmsu tækifæri.

Árlega er opin vika, þar sem skólastarfið er brotið upp og spilað er víðsvegar um bæinn.

Nokkrur atriði um söngnám

Söngnemendur eru sjaldnast teknir inn í skólann fyrr en þeir hafa náð 15 ára aldri, en þó eru á þessu stöku undantekningar.

Heilt nám í söng er 45 mín. einkatími á viku og 15 mín. meðleikstími. Meðleikstíminn fer þó oftast fram í 30. mín en aðra hvora viku. Í miðnámi og framhaldsnámi eru söngtímarnir og meðleikstímarnir lengri.

Vanalega hefja nemendur almennt söngnám, en velja sér svo klassíska eða rytmíska deild áður en grunnpróf er tekið.

Að auki er í boði samsöngstími 1x í viku.

Hljóðfæri sem kennt er á í Tónlistardeild

- Píanó.
- Rytmískt píanó (popp,rokk,blúss, jazz   píanóleikur).
- Klassískur gítar.
- Rytmískur gítar (rafgítar og þjóðlagagítar).
- Rafbassi.
- Trommur.
- Fiðla.
- Selló.

- Saxófónn.
- Klarinett.
- Söngur.
- Harmóníka.
- Óbó.                                                                                                                                                                          - Þverflauta                                                         .

Hægt er að sækja um hljóðfæri, sem ekki eru skráð á listann hér að ofan og er þá metið hvort grundvöllur sé fyrir að bæta því hljóðfæri við.

Kennarar

Arnhildur Valgarðsdóttir
píanó, meðleikur
698-7154
arnhildurv@gmail.com


Arnþór Snær Guðjónsson
 gítar,
 869-3295
 addo-g@hotmail.com


Atli Guðlaugsson
 skólastjóri,
 864-8019
 atli@mos.is

Ásbjörg Jónsdóttir

píanó

867-8965

asbjorgjons@gmail.com

Birgir Steinn Theodórsson

rafbassi, kontrabassi

847-4437

birgirsteinn@gmail.com

 

Brynja Steinþóra Gísladóttir
 deildarstjóri, píanó
 690-0405
brynjapiano@hotmail.com


Daniel Friðjónsson
klarinett
899-4382
dannif@simnet.is


Friðrik Vignir Stefánsson
píanó, meðleikur
 861-2264
fridirkvignir@simnet.is


Gerður Gísladóttir
 píanó
 698-8345
 gerdurgisla@gmail.com


Gísli Magna Sigríðarson
 söngur
 694-5566
 gislimagna@gmail.com


Ingi Bjarni Skúlason 
píanó rytmiskt, meðleikur
 690-0987
 ingibjarni@gmail.com


Íris Dögg Gísladóttir
 fiðla, samspil
 692 6279
 irisgisla@hotmail.com


Ívar Símonarson
 gítar
865-0397
 ivar.simonarson@gmail.com


Jón Guðmundsson
þverflauta
846-6644
jonflauta@gmail.com


Kristín Lárusdóttir
selló
696-5719
sellostina@gmail.com

Kristján Þór Bjarnason
gítar
663-2687
kbjarna@gmail.com

Lilja Eggertsdóttir
píanó, meðleikur
820-4354
liljaeggertsdottir@gmail.com

Margrét Jóelsdóttir

píanó

694-2216

margretjoels@gmail.com

Ólafur Elíasson
píanó
698-2004
olaf@simnet.is

Ólöf Una Jónsdóttir
píanó, harmóníka
663-9904
ouj@simnet.is

Óskar Magnússon

gítar

849-7664

oskar.magnusson.gitar@gmail.com


Ragnheiður Árnadóttir
söngur
865-5971
heidaarnadottir@gmail.com

Scott McLemore
slagverk
869-3022
scott@scottmclemore.com


Sigurjón Alexandersson
deildarstjóri, rafgítar, samspil, hljómfræði
896-2353
sjonnigitar@gmail.com


Símon H. Ívarsson
gítar,
895-7634
simoni(hja)simnet.isTobias Helmer
píanó, saxofónn
662-8197
tobias.helmer@gmail.com


Vigdís Másdóttir
fiðla
662-4079
vigdismas@gmail.com


Þorsteinn Gunnar Friðriksson
rafgítar
692-1331
thorsteinngf@gmail.com


Þórunn Björnsdóttir
tónfræði, blokkflauta
695-0262
thorunnbjoss@hotmail.com


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira