
Dagur Listaskólans 2. mars
27.02.2019 08:27Leikfélag Mosfellssveitar býður gestum og gangandi að koma í Bæjarleikhúsið og fylgjast með opinni æfingu og þiggja kaffiveitingar frá kl. 13:30 en um þessar mundir er verði að æfa leikverkið Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring í leikstjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur.
Nemendur í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar verður með skemmtilega uppákomu þar sem þau bjóða foreldrum barna í Skólahljómsveitinni að koma milli kl. 10-12 með hljóðfæri nemenda og fá þau grunnkennslu eftir hlóðfæarhópum. kl. 11.30 spila svo allir saman.
Myndlistaskólinn opnar sýningu á verkum nemenda sinna á veggjum Listaskólans í Háholti 14.
Allir eru velkomnir að gleðjast með okkur og þiggja kaffi og glóðvolgar vöfflur, hlusta, sjá og njóta með okkur.
