logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Dagur Listaskólans 2. mars

27.02.2019 08:27
Laugardaginn 2. mars verður opið hús Listaskólanum í Háholti 14 eins og undanfarin ár frá kl. 11.00 - 13.00. Þar er boðið upp á lifandi tónlist í öllum stofum, myndlist á veggjum og glóðvolgar vöfflur í setustofunni.

Leikfélag Mosfellssveitar býður gestum og gangandi að koma í Bæjarleikhúsið og fylgjast með opinni æfingu og þiggja kaffiveitingar frá kl. 13:30 en um þessar mundir er verði að æfa leikverkið Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring í leikstjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur.

Nemendur í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar verður með skemmtilega uppákomu þar sem þau bjóða foreldrum barna í Skólahljómsveitinni að koma milli kl. 10-12 með hljóðfæri nemenda og fá þau grunnkennslu eftir hlóðfæarhópum. kl. 11.30 spila svo allir saman.

Myndlistaskólinn opnar sýningu á verkum nemenda sinna á veggjum Listaskólans í Háholti 14.

Allir eru velkomnir að gleðjast með okkur og þiggja kaffi og glóðvolgar vöfflur, hlusta, sjá og njóta með okkur.Dagur Listaskólans 2. mars
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira