logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fimmtán nemendur Listaskólans tóku þátt á strengjamóti á Akureyri 2023

12.10.2023 15:45

Strengjamót fór fram á Akureyri 6.-8. október og fóru fimmtán flottir fiðlu-, og sellónemendur frá Listaskóla Mosfellsbæjar norður og tóku þátt í mótinu. Í heildina tóku á annað hundrað nemendur af öllu landinu þátt í mótinu. 

Nemendur stóðu sig frábærlega og lærðu mikið, þar sem þau  fengu    eftir að hafa áður undirbúið sig í tímum í heimabyggð hjá sínum kennurum, að verða heild af stórri hljómsveit sem er bæði mikill lærdómur og upplifun.

Mótinu lauk á sunnudeginum 8. okt. með glæsilegum tónleikum í menningarhúsinu Hofi, þar sem nemendur sýndu afrakstur vinnu sinnar. Er það mál manna að mótið hafi tekist með eindæmum vel og nemendur komu heim reynslunni ríkari eftir afar annasama en skemmtilega helgi.

Við þökkum foreldrafélagi Tónlistarskólans á Akureyri kærlega fyrir gestrisnina og frábært mót og foreldrum nemenda okkar fyrir að sjá um fararstjórn og aðstoð í ferðinni og henni Írisi Dögg fiðlukennara sem fylgdi hópnum norður fyrir frábært utanumhald og skipulag.

 

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira