Foreldraviðtalsvika í Listaskólanum 20.-24. janúar
18/01/25Í næstu viku - 20. - 24. janúar er foreldrum boðið að koma í tíma nemandans til að fylgjast með og/eða ræða við kennarann um námið. Tilgangurinn er að skapa tengsl milli forráðamanna nemenda og kennara þeirra, fara yfir námsframvinduna, mikilvægi heimaæfinga og svara spurningum um tónlistarnámið.
Foreldrar geta á margan hátt stutt börn sín í tónlistarnáminu, jafnvel þótt þeir hafi sjálfir aldrei lært á hljóðfæri og er þá helst að nefna eftirfarandi þætti úr Aðalnámskrá tónlistarskóla, sem beint er til foreldra/forráðamanna:
Meira ...UPPTAKTURINN 2025
16/01/25Börnum og ungmennum í 5.-10. bekk er heimilt að taka þátt í Upptaktinum og senda inn tónsmíð óháð tónlistarstíl. Þau sem komast áfram taka þátt í tónsmiðjum með nemum úr Listaháskóla Íslands og fagfólki í tónlist.
Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að sjö flytjendur.
Hugmyndir skulu berast ekki seinna en 21. febrúar á netfangið upptakturinn@gmail.com með nafni höfundar, aldri, símanúmeri, tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu á nótum og/eða MP3 hljóðskrá.
Meira ...Viðburðir
04/12/24
Tónleikar hljómsveita í Rytmísku deild Listaskólans í dag miðvikudag, 4.12. kl. 18:00
Fram koma:
Engir strengir
Galdrakarlarnir í Mos
Rotturnar
Gleym mér ei - ásamt Selmu
Aftur í tímann
03/12/24
JÓLATÓNLEIKARÖÐ LISTASKÓLANS:
Nú er jólatónleikaröð Listaskólans hafin og eru um 20 tónleikar framundan fyrir utan þær heimsóknir sem Listaskólinn fer í með tónlistarflutning víða um bæinn.
Skipulag tónleika...
14/10/24
Hausttónleikadagar Listaskólans í Hlégarði 15.,16. og 17. október
Listaskólinn hefur eignast nýjan flygil af gerðinni Yamaha S3X Premium Grand, 186 cm langan og hefur Listaskólinn lánaðiHlégarði hljóðfærið á meðan eldri flygillinn, 50 ára...