logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Námsmat

Eins og segir í aðalnámskrá er námsmat öll viðleitni til að leggja mat á árangur skólastarfs og hvernig tekist hefur að ná settum markmiðum. Megintilgangur námsmats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið og örva til sjálfsmats. Mat þarf að vera óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt. Meta þarf alla þætti námsins svo sem skilning, þekkingu, leikni og framfarir. Matið þarf að gefa glögga mynd af námi og kennslu í skólum landsins.

Stigspróf /áfangapróf

Í nýrri aðalnámskrá fyrir tónlistarskóla eru áfangaprófin kynnt. Náminu er skipt niður í:

- Grunnnám 1. - 3. stig.
- Miðnám 4. - 5. stig.
- Framhaldsnám 6. til 7. stig.

Grunnnáminu lýkur þá með grunnprófi, miðnámi með 5. stigi og námi á framhaldsstigi lýkur með framhaldsprófi eða 7. stigi. Áfangaprófunum er ætlað að tryggja ákveðna festu aðhald og lágmarkskröfur í náminu. Sérþjálfaðir prófdómarar fara á milli skóla og dæma áfangaprófin. Þetta kerfi felur í sér ákveðnar breytingar frá fyrri stigaskiptingu. Stigin innan grunnnáms verða umfangsminni en fyrstu stigin í eldra kerfinu.

Námstími verður eins og áður breytilegur og ræður þar mestu aldur og þroski nemandans. Í grunnnáminu er miðað við að nemandi sem byrjar 8 til 9 ára gamall geti lokið um það bil einu stigi á ári.Gera má ráð fyrir að eldri nemendur fari hraðar yfir. Í mið og framhaldsnámi eykst umfang námsins og lengist tíminn sem tekur að ljúka hverjum stigi að sama skapi. Hljóðfæranámi er skipt niður í átta stig.

Menntamálaráðuneytið gefur út námskrár fyrir einstök hljóðfæri þar sem fram koma viðmiðunarverkefni fyrir einstök stig. Stigsprófin eru flest tekin í maí en þau má einnig taka á öðrum árstíma. Þegar nemandi lýkur stigsprófi fær hann sérstakt skírteini sem afhent er við skólaslit. Hliðargreinarnar tónfræði og tónheyrn eru hluti af stigsprófinu og þarf að ljúka prófi í þessum greinum til að stigsprófið sé fullgilt.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira