Leikfélag Mosfellssveitar
Leikfélagið starfrækir leikhús í bænum allt árið um kring og eru yfirleitt settar upp tvær veglegar leiksýningar á leikhúsárinu.
Leikfélagið tekur þátt í fjölda uppákoma og menningarviðburða í Mosfellsbæ, s.s. þrettándabrennu, dagskrá á sumardaginn fyrsta, dagskrá á 17. júní, jólatrésskemmtunum og fleira. Leiklistarskóli er starfræktur fyrir börn og unglinga á sumrin.
Árlega vinnur leikfélagið að sameiginlegri dagskrá og sýningum þeirra aðila er starfa undir merkjum Listaskóla Mosfellsbæjar.
Hafðu samband
Aðsetur: Bæjarleikhúsinu v/Þverholt.
Sími: 566-7788
Formaður: Ólöf A. Þórðardóttir.
Netfang: leikmos@gmail.com
Facebook: Leikfélag Mosfellssveitar
Saga Leikfélagsins
Leikfélagið hefur verið starfrækt síðan 8. nóvember 1976 og hefur sett svip sinn á menningarlíf í sveitarfélaginu allt frá stofnun. Leikfélagið setur reglulega upp sýningar í bæjarleikhúsinu sem eru jafnan vel sóttar. Auk þess stendur leikfélagið fyrir barna- og unglinganámskeiðum reglulega og hafa þau notið mikilla vinsælda.
Til gamans má nefna að Leikfélag Mosfellssveitar var útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015 við hátíðlega athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Leikfélag Mosfellssveitar hefur áður verið tilnefnt Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar en það var á 20 ára starfsafmæli félagsins árið 1996.