Tónlistadeild
Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1966 en 1. febrúar 2006 var Listaskóli Mosfellsbæjar stofnaður og varð þá Tónlistarskólinn að tónlistardeild innan Listaskólans.
Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.
Námið
Almennt fer hljóðfærakennslan þannig fram, að yngri nemendur mæta 2x í viku í - 10 ára og yngri í 2x20 mínútur og 11 ára og eldri í 2x30 mínútna einkatíma. Oft koma þó lengra komnir eða eldri nemendur í klukkutíma í einu vikulega. Frá 11-12 ára aldri mæta nemendur tónfræði 1x í viku.
Sumir sækja um að komast í hálft nám og er þá einkatíminn 1x30 mín. á viku. Ekki er mælt sérstaklega með því nema ef t.d. nemandi í fullu námi bætir við sig aukahljóðfæri í hálfu námi.
Þegar nemendur eru komnir nokkuð á skrið á sín hljóðfæri bætast við, í flestum tilfellum, ýmiss samspilsverkefni, framkoma á tónleikum og eitt og annað.
Unnið er eftir námskrá tónlistarskólanna útgefinni af menntamálaráðuneytinu. Tekin eru grunnpróf, miðpróf og að lokum framhaldspróf.
Námsframboð í tónlistardeild
Boðið er upp á kennslu á heilmörg hljóðfæri við tónlistardeild Listaskólans en kennt er í tveimur deildum, klassískri deild og rytmískri deild. Kennt er eftir Aðalnámskrá tónlistarsmóla sem gefin er út af menntamálaráðuneytinu.
Kennt er á eftirtalin hljóðfæri við klassíska deild skólans:
Blokkflauta
Fiðluleikur - bæði er í boði hefðbundið nám á fiðlu sem og Suzukinám
Gítar - bæði er í boði hefðbundið nám í gítarleik sem og Suzukinám
Harmonika
Klarinett
Píanó
Óbó
Saxófónn
Selló - bæði er í boði hefðbundið nám í gsellóleik sem og Suzukinám
Einsöngur og ungdeild í söng sem ætluð er 8-12 ára börnum
Þverflauta
Eftirtalið hljóðfæranám er í boði við rytmíska deild skólans:
Bassi
Rafgítar/stálstrengjagítar
Píanó (popp/jazz)
Rytmískur söngur
Trommur
Þegar nemendur hafa náð ákveðinni færni er þeim gjarnan gefinn kostur á að vinna í hljómsveitarstarfi.
Hóptímar sem eru í boði við Listaskólann:
Forskóli - undirbúningsdeild fyrir hljóðfæranám (unnið með rythma, skynjun, sköpun, skólahljóðfæri, blokkflautu o.fl.)
Raftónlist - Nemendur læra að nýta sér ýmsa tækni ss. tölvur/ipada/öpp ofl. til tónsköpunar og lagagerðar.
Tónfræðigreinar eru kenndar á öllum stigum náms við skólann en framboð í framhaldsdeild getur farið eftir fjölda nemenda hverju sinni.
Rytmísk hljómfræði á miðstigi er kennd við skólann.
Samsöngstímar eru í boði fyrir söngnemendur
Strengjasveitir eða ýmiskonar samleikur er í boði og getur farið eftir færni nemendahópa hverju sinni.
Tónleikahald
Mikilvægur hluti af námi tónlistarskólanema er að koma fram á tónleikum.
Á vegum Tónlistardeildarinnar fer fram fjöldi tónleika á hverjum vetri. Allt frá litlum tónleikum, þar sem nemendur hvers kennara koma saman og spila fyrir hvorn annan og uppí stærri tónleika t.d. í Listasal Mosfellsbæjar. Einnig er spilað á ýmsum stöðum við hin ýmsu tækifæri.
Árlega er opin vika, þar sem skólastarfið er brotið upp og spilað er víðsvegar um bæinn.
Nokkrur atriði um söngnám
Hefðbundið söngnám geta nemendur hafið frá 13 ára aldri. Ungdeild íí söng undirbýr nemendur fyrir hefðbundið söngnám og er hugsað fyrir 8-12 ára.
Heilt nám í söng er 60 mín. einkatími á viku. Meðleikur er í boði þegar nemendur eru komnir áleiðis í námi og eru þeir tímar mismunandi langir eftir því hvort um ræðir grunn-, mið-, eða framhaldsnám. Að auki er í boði samsöngstími sem er einu sinni í viku.
Vanalega hefja nemendur almennt söngnám, en velja sér svo klassíska eða rytmíska deild áður en grunnpróf er tekið.
Hægt er að sækja um hljóðfæri, sem ekki eru skráð á listann hér að ofan og er þá metið hvort grundvöllur sé fyrir að bæta því hljóðfæri við.