logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

50 ár frá stofnun tónlistarskóla í Mosfellsbæ

12.11.2016 03:47

Hinn 1. október 1966 var að tilhlutan Tónlistarfélags Mosfellshrepps stofnaður tónlistarskóli undir nafninu Tónlistarskóli Mosfellshrepps.

Í tilefni af afmælinu verður efnt til nokkurra tónleika. Mánudaginn 14. nóvember, fimmtudaginn 17. nóvember og föstudaginn 18. nóvember leika nemendur tónlistardeildar Listaskólans frá kl. 15.00 – 18.00 á torginu í Kjarna, framan við bókasafnið. Fimmtudaginn 17. nóvember verða svo sérstakir afmælistónleikar í Bókasafninu. Þar koma fram kennarar við Listaskólann og verða með sannkallaða tónlistarveislu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira