logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Tónlistarkennsla Listaskóla í samkomubanni

27.03.2020 13:51
Tónlistarkennsla Listaskóla í samkomubanni Ágætu nemendur/forráðamenn. Eins og ykkur er kunnugt, fer nú öll tónlistarkennsla á vegum Listaskólans fram í gegnum síma og tölvu. Þetta eru óvenjulegir tímar og við höfum öll, bæði kennarar og nemendur, þurft að finna nýjar lausnir. Undanfarnar tvær vikur höfum við notast við forrit eins og Zoom, Facetime, Skype, Messenger og WhatsApp. Þá er mikið notast við síma og námsefni sent í tölvupósti. Allt hefur þetta sína kosti og galla og enginn hefur náð fullkomnun í nýjum kennsluaðferðum, en þær batna dag frá degi. Ég vil hrósa nemendum og foreldrum fyrir að vera opnir fyrir þessum lausnum og hrósa kennurunum fyrir að stinga sér út í djúpu laugina og leita lausna, sem henta hverju sinni. Við munum halda þessu verklagi, þar til faraldurinn gengur niður og hvetjum alla til að æfa sig reglulega og halda góðu sambandi við sína kennara. Ef einhverjar spurningar vakna, er sjálfsagt að vera í síma- eða tölvusambandi við sinn kennara og þá er einnig hægt að vera í sambandi við skólastjóra í síma 864 8019, eða í netfanginu atli@mos.is. Nánari upplýsingar má finna á listmos.is. Gangi ykkur vel. Bestu kveðjur, Atli Guðlaugsson, skólastjóri
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira