logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Jafnréttisáætlun Listaskóla Mosfellsbæjar

18.02.2021 15:45

Jafnréttisáætlun

 

 

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, ber öllum fyrirtækjum og stofnunum, þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri, að setja sér jafnréttisáætlun, eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu.

Markmiðið með jafnréttisáætlun Listaskóla Mosfellsbæjar er, að allir einstaklingar fái jöfn tækifæri og eigi jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileikana sína á eigin forsendum, óháð kynferði og/eða öðrum þáttum. Ekki skal mismuna nemendum eða starfsfólki skólans vegna kynferðis, kynhneigðar, aldurs, útlits, uppruna eða trúar. Samskipti milli allra er koma að  skólanum skulu einkennast af virðingu og jákvæðni.

 

Einelti og/eða áreitni af hvers kyns toga er ekki liðið í skólanum og á það jafnt við um nemendur og starfsfólk skólans. Stjórnandi skólans ber ábyrgð á að grípa til viðeigandi ráðstafana, ef upp koma slík mál og fylgja þeim eftir. 

 

Einelti er skilgreint með eftirfarandi hætti: Óviðeigandi og ósæmandi síendurtekin hegðun, sem erfitt er að verjast og niðurlægir, móðgar, særir, mismunar, ógnar og/eða veldur vanlíðan hjá þeim, sem hún beinist að. Hér er átt við endurtekið andlegt eða líkamlegt ofbeldi, sem beinist gegn einum eða fleiri aðilum.“

 

Skilgreiningar á áreitni eru skilgreindar eftir eðli eða birtingamynd áreitninnar.

 

Áreitni: „Munnlegar og/eða skriflegar athugasemdir sem meiða, beinar eða óbeinar hótanir, líkamsmeiðingar af einhverjum toga og önnur óviðeigandi og ósæmandi hegðun.“

 

Kynferðisleg áreitni: „Er hvers kyns kynferðisleg hegðun, sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif, að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg og er ávallt viðhöfð án samþykkis. Valdbeiting tengist starfi og/eða framþróun í starfi þess sem fyrir henni verður.“

 

Kynbundin áreitni: „Er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif, að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi.“

 

Starfsmanni sem uppvís verður að kynferðislegri áreitni við barn skal umsvifalaust vikið úr starfi og málinu vísað til barnaverndaryfirvalda.

 

Skólinn hefur sett fram framkvæmdaáætlun, þar sem markmið eru skýr, vel skilgreind og  eftirfylgni tryggð. Með neðangreindri framkvæmdaáætlun lýsir Listaskóli Mosfellsbæjar vilja sínum til að bregðast við aðstæðum sem benda til misréttis.

 

Framkvæmdaráætlun fyrir skólaárin 2020-2023

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Þess skal gætt að einstaklingar óháð kyni skulu tryggð jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf

 

 

Ákvæðum kjarasamninga framfylgt í hvívetna, en þar er ekki kynbundinn launamunur

Fylgja skal verklagsreglu-040-4.3.1 Mosfellsbæjar, um jafnlaunakerfi

Hlunnindi til einstakra starfsmanna eru ekki veitt

Skólastjóri og mannauðsstjóri

Allt árið

Markvisst skal unnið að því að auka jafnréttisvitund starfsfólks á öllum skólastigum

 

 

 

 

Starfsfólk skal fá fræðslu um mikilvægi jafnréttis og þjálfun til að búa nemendur óháð kyni undir þátttöku í jafnréttis- og lýðræðisþjóðfélagi.

Utanaðkomandi fræðsla um jafnrétti fengin

Starfsfólk sæki námskeið og fyrirlestra um jafnrétti osfrv.

Námskeið skulu vera í boði fyrir allt starfsfólk skólans

 

 

 

Skólastjóri og deildarstjórar

Fræðsla skal fara fram í upphafi skólaárs

Við ráðningar verði jafnréttissjónarmið metin til jafns við aðra eiginleika umsækjenda

Stefnt er að því að kynjahlutföll séu sem jöfnust innan skólans.

Atvinnuauglýsingar skulu vera kynhlutlausar og skal koma fram að ráðið sé í öll störf óháð kyni

 

Ef karl og kona eru metin jafnhæf í starf, þá sé ráðinn aðili af því kyni sem hallar á vinnustaðinn

 

Skólastjóri og mannauðsstjóri

Alltaf þegar starf er auglýst

Að vera fjölskylduvænn vinnustaður

Starfsmönnum sé kleift að samræma eins og kostur er fjölskyldulíf og starfsskyldur

 

Að tekið sé tillit til ólíkra þarfa starfsfólks eftir því sem hægt er

Vinnutími sé eins sveigjanlegur og hægt er, m.a. með því að bjóða upp á hlutastörf og vinnu á mismunandi tímum dags

Skólastjóri

Stöðugt er unnið að þessu

Að einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni eða kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum eða innan skólans

Að nemendur viti hvert þeir eigi að leita ef þeir verða fyrir einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og eða kynferðislegri áreitni eða verði vitni að slíkri hegðun

Fræðsla um einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni skal vera fyrir starfsfólk árlega á starfsmannafundi. Verklagsregla-010 og viðbragðsáætlun LEI-011 um einelti og áreitni skal jafnframt vera kynnt fyrir starfsfólki og henni fylgt eftir ef upp koma slík mál

Starfsmenn og nemendur skulu umgangast hvern annan af virðingu og tillitssemi. Hægt er að leita til skólastjóra, kennara og ritara, ef grunur er um einelti, ofbeldi eða áreitni hvers konar.

 

 

Skólastjóri

Í upphafi skólaárs

 

 

 

Jafnréttisáætlun Listaskóla Mosfellsbæjar tekur mið af jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar 2019-2023, sjá meðfylgjandi netslóð: https://www.mos.is/library/Skrar/.pdf-skjol/Mannaudsmal/Jafnrettismal/jafnrettisaetlun_2019-2022_lokautgafa_03.10.2019.pdf

 

og jafnlaunavottun 2018-2021 sjá meðfylgjandi netslóð:https://www.mos.is/stjornkerfi/mannaudur/jafnrettismal/jafnlaunavottun-2018-2021/

Tekur einnig mið af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 sjá meðfylgjandi netslóð: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html

 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira