logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Forskóladeild stofnuð í Varmárskóla

18.01.2022 10:26

Haustið 2021 var stofnuð forskóladeild við Listaskóla Mosfellsbæjar og hófst kennsla fyrsta forskólahópsins í Lágafellsskóla haustið 2021. Nú í janúar 2022 verður einnig boðið upp á forskólahóp í Varmárskóla fyrir 6 ára börn.

Að stunda forskólanám í tónlist er mjög góður undirbúningur fyrir almennt hljóðfæranám. Forskólinn er skipulagður sem tveggja ára nám og er aðaláhersla fyrra árs á að vinna með rythma, tónsköpun og blokkflautuleik og á seinna árinu er grunnur kenndur á ukulele og unnið meira að tónsköpun, þar sem hópurinn vinnur saman á mismunandi skólahljóðfæri samhliða blokkflautunni og ukuleleinu auk þess sem börnin fá að prófa og kynnast hinum ýmsu hljóðfærum. Mikilvægur þáttur í námi barnanna er svo að læra að koma fram á tónleikum. Börn sem ljúka tveggja ára forskólanámi munu hafa forgang inn í hljóðfæranám við skólann í framhaldinu.

Kennslan fer fram í leiklistarstofunni í Varmárskóla á miðvikudögum kl. 13:30 og er kennslustundin 45 mínútur. Önnin kostar 21.836 og hægt er að sækja um frístundastyrk vegna námsins. Örfá plás eru laus í forskólann í Varmárskóla en hámark 7 börn verða í hóp og hafa þau börn sem þegar eru á biðlista inn í skólann forgang í forskólanám. Kennari í forskólanum er Kristín Lárusdóttir.

Nánari upplýsingar á helga@listmos.is eða í Listaskólanum á opnunartíma skrifstofu, virka daga milli kl. 13:00 og 17:00 í síma 566-6319

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira