logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Söngnám fyrir börn - Ungdeild Listaskólans

14.06.2022 12:25

Söngur - ungdeild

Komandi haust geta börn hafið nám í söng í söng í Ungdeild Listaskólans.

Ungdeildin er aldurskipt, 8-10 ára og 11-13

Kennsla

Kennslan byggist þannig upp að bæði er um einkatíma og samsöngstíma að ræða. Að hámarki eru þrír í hverjum hóp og hefur hver hópur eina klukkustund til umráða í hverri viku. Kennari nýtir þá klukkustund ýmist í 3x 20 mín. einkatíma eða klukkustund í samsöng. Aðra hvora viku er meðleikari með hópnum í 45 mínútur.

Námið er frábær grunnur fyrir nemendur sem eru söngelskir og vilja öðlast heilbrigða og áreynslulausa raddbeitingu.

Markmið námsins

  • Áreynslulaus óþvinguð raddbeiting
  • Þjálfun í einsöng
  • Þjálfun í samsöng
  • Þjálfun í að syngja utanbókar
  • Þjálfun í framkomu og túlkun
  • Þjálfun í sviðsframkomu
  • Öðlast innsýn í tónfræði og nótnalestur
  • Fást við fjölbreytt úrval verkefna
  • Færni í að syngja fyrir áheyrendur

Söngkennari er Íris Erlingsdóttir

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira