logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nám í raftónlist

19.12.2022 14:29

Á vorönn ætlar Listaskóli Mosfellsbæjar að bjóða uppá námskeið í raftónlist fyrir nemendur Listaskólans á aldrinum 10-12 ára.

Á námskeiðinu kynnast nemendur ýmsum tónlistarforritum/öppum og gefst tækifæri til að vinna á skapandi hátt að sjálfstæðum verkefnum og geta komið með hljóðfærin sín og nýtt þau í verkefnin. Nemendur fá aðgang að spjaldtölvum skólans og þeim búnaði sem til er í skólanum. Hámarksfjöldi í hóp er 8 nemendur.

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Þórunni, thorunnbjoss@hotmail.com

Námskeiðið fer fram á miðvikudögum frá 16.50-17.50 í stofu 5 og er gjald fyrir önnina.

Gjald fyrir áfangann er kr. 21.836 og veittur er 20% afsláttur fyrir þá nemendur sem fyrir eru í hljóðfæranámi við Listaskólann.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira