logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Magnus Torfason útskrifast í fiðluleik úr Suzukideild

24.11.2023 18:46

Magnús Torfason lék á fiðlu á útskriftartónleikum sínum þar sem hann lauk 8. og jafnframt síðustu Suzukibókinni. Þar með útskrifast Magnús úr Suzukinámi í fiðluleik frá Listaskólanum í Mosfellsbæ en heldur áfram í framhaldsnámi í fiðluleik við skólann.

Fyrst lék strengjatríó úr framhaldsdeild Listaskólans, skipað þeim Írisi Torfadóttur 1. fiðlu, Magnúsi Torfasyni 2. fiðlu og Selmu Elísu Ólafsdóttur Víólu, tríó eftir A. Dvorak (1.kafli: Cavati á og 2. Kafli Capriccio). Magnús lék þar á eftir Sónötu í E-moll eftir F.M Verachini Largo-Allegro von fouco, Minuet- Gavotte-Gigue.

Kennari Magnúsar er Vigdís Másdóttir fiðluleikari og undirleikari á tónleikunum var Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari.

Listaskólinn óskar Magnúsi innilega til hamingju með áfangann!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira