logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Myndlist og tónlist - Myndlistarsýning í Listaskólanum

18.11.2021 12:12

Verk nemenda úr Mynlistaskóla Mosfellsbæjar sem sýnd voru í Norræna húsinu þann 9. nóvember sl. hafa nú verið sett upp í Listaskóla Mosfellsbæjar, Háholti 14, 3. hæð.

Nemendur úr Myndlistaskóla Mosfellsbæjar tóku þátt í verkefninu OUTPOST II sem leggur áherslu á þverfaglega nálgun í listum. Nemendurnir unnu með tónskáldum/flytjendum frá Íslandi og Noregi, þeim Ásbjörgu Jónsdóttur sem kennir við tónlistardeild Listaskólans, Birgit Djuedal, Eygló Höskuldsdóttur Viborg og Anne Handeland undir handleiðslu Ásdísar Sigurþórsdóttur sem stýrir myndlistardeild Listaskólans.

Í verkefninu var grafísk nótnaskrift skoðuð og hvað myndlist og tónlist eiga sameiginlegt. Verkin voru sett upp í Norræna húsinu og voru öll tengd tónlist, ýmist unnin undir nýrri lifandi tónlist eftir tónskáldin eða unnin með tónlist/grafíska nótnaskrift í huga.

Í Norræna húsinu fluttu tónskáld/flytjendur öll verkin sem tengdust myndunum og myndirnar voru settar upp í salnum. Nú hafa verkin verið sett upp í Listaskóla Mosfellsbæjar og munu þau standa þar a.m.k. fram til jóla.

 

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira