logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Útskriftartónleikar úr Suzukideild Listaskólans - haldnir í Guðríðarkirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 16:30

23.11.2023 11:02

Föstudaginn 24. nóvember mun Magnús Torfason leika á fiðlu á útskriftartónleikum þar sem hann lýkur 8. og jafnframt síðustu Suzukibókinni. Þar með útskrifast Magnús úr Suzukinámi í fiðluleik frá Listaskólanum í Mosfellsbæ. 

Kennari Magnúsar er Vigdís Másdóttir fiðluleikari. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur undir á píanó.

Allir eru hjartanlega velkomnir og ekkert kostar inn 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira