Hausttónleikadagar Listaskólans í Hlégarði 15.,16. og 17. október
14.10.2024 14:38Í tónlistarnámi er mikilvægt að nemendur þjálfist alveg frá í byrjun að koma fram á tónleikum og heldur Listaskólinn fjölmarga opinbera tónleika yfir árið.
Á hausttónleikadögum eru sjö tónleikar skipulagðir á vegum Listaskólans í Hlégarði 15.,16. og 17. október.
Listaskólinn hefur eignast nýjan flygil af gerðinni Yamaha S3X–PE Premium Grand, 186 cm langan og hefur Listaskólinn lánað Hlégarði hljóðfærið á meðan eldri flygillinn, 50 ára gamall Bösendorfer konsertflygill verður tekinn í gegn og lagfærður en reiknað er með að sú framkvæmd muni taka 1-3 ár.
Fyrstu tónleikarnir í hausttónleikaröð Listaskólans eru píanótónleikar haldnir þriðjudaginn 15. október kl. 16:00. Þá verður nýji flygillinn formlega afhentur Listaskólanum af bæjaryfirvöldum. Nemendur og kennarar munu leika á flygilinn, sem er einstaklega hljómfagur en Yamaha S3X flyglar eru þekktir fyrir djúpan ríkulegan hljóm og jafnvægi milli bjartari og mýkri tóna. Þessi gerð Yamahaflygla hefur verið þróuð út frá Yamaha CFX konsertflyglinum sem er flaggskip Yamaha og eitt af fremstu tónleikahússhljóðfærum í heiminum. Þessi tenging gefur flyglinum hljóm sem nálgast gæði konsertflygils og setur flygilinn því skör hærra flesta aðrir flygla af sambærilegri stærð.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!