logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Píanódeild

Píanónámið fer fram í einkatímum, ýmist einu sinni (hálft nám) eða tvisvar (heilt nám) í viku. Reynslan hefur sýnt að mun betra er að nemandi hitti kennara sinn tvisvar í viku þar sem utanumhald verður þannig miklu betra, sérstaklega fyrir byrjendur og unga nemendur.

Til að ná árangri á hljóðfæri er nauðsynlegt að nemandinn hafi góðan aðgang að því og æfi sig reglulega heima fyrir. Best er fyrir píanónemendur að geta æft á „alvöru“ píanó en sé það ekki til staðar eru líka í boði ýmis rafmagnshljóðfæri. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara eða annað fagfólk þegar kemur að hljóðfærakaupum þar sem píanó og hljómborð geta verið mjög misjöfn. Gæta þarf vel að því að þyngd ásláttar rafmagnshljóðfæra sé sambærileg píanóáslætti og mjög mikilvægt er að nótur hljómborðs/rafmagnspíanós séu jafn stórar (breiðar) og nótur píanós.

Stuðningur foreldra og forráðamanna við nám barna skiptir sköpum, hraðar framförum og eykur ánægju og gleði við píanóið um allan helming. – Foreldrar geta lagt sig fram við stuðning heima, jafnvel þótt þeir kunni ekkert á hljóðfæri sjálfir.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira