logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Strengjadeild

Til strengjahljóðfæra teljast fiðlur, lágfiðlur (víólur), selló og kontrabassar. 

Í strengjadeild Listaskóla Mosfellsbæjar er kennslufyrirkomulag tvennskonar þ.e. bæði er kennt eftir Suzuki kennsluaðferðinni og einnig er kennt í hefðbundnum einkatímum. Í Suzuki aðferðinni er hlutverk foreldra mjög veigamikið en þeir fá grunnþjálfun á hljóðfærið, taka þátt í kennslustundunum og leiðbeina börnum heima við.

Skólinn leigir út hljóðfæri í þeirri stærð sem hentar börnunum, þangað til að nemandinn þarf fulla stærð, en nemendur bera sjálfir kostað af strengjum og axlarpúðum.

Nemendur taka þátt í  hljómsveitarstarfi og öðrum samspilsverkefnum þegar þeir hafa aldur og þroska til.  

Stuðningur heima fyrir er nauðsynlegur í tónlistarnáminu og skiptir mjög miklu máli að æfa heima, helst daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara. Nemandinn þarf að geta æft sig í ró og næði. Gert er ráð fyrir að nemandi þurfi að eignast nótur og nótnastand.

Öll hvatning er góð og getur skipt sköpum í náminu. Samstarf foreldra og kennara er einnig mjög mikilvægt og eru foreldrum hvattir til að hafa samband við kennarann utan hefðbundinna foreldraviðtala ef spurningar vakna.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira