Tónfræðikennsla á grunn- og miðstigi samanstendur af nokkrum þáttum; tónfræði, tónheyrn, hlustun og tónlistarsögu.
Tónfræðin er mjög mikilvægur hluti af hljóðfæra- og söngnámi. Miðað er við að nemendur hefji tónfræðinám um 12 ára aldurinn en er velkomið að byrja fyrr ef þeir hafa lært á hljóðfæri í amk 2-3 ár og hafa náð grunn- skilningi og færni á sitt hljóðfæri.
Nauðsynlegt er að standast tilheyrandi tónfræðipróf til að ljúka fullgildum áfangaprófum (grunnnámi, miðnámi og framhaldsnámi) í hljóðfæraleik og söng.
Tónfræðinám til grunnprófs tekur tvö ár við Listaskólann en eldri nemendum gefst kostur á svokölluðum hraðáfanga og eiga þess kost að ljúka grunnnámi í tónfræði á einu ári. Miðnám í tónfræði tekur alltaf tvö ár.
Framhaldsnám í tónfræði er einnig kennt við Listaskólann ef lágmarksfjöldi nemenda er til staðar. Tónfræðigreinar í framhaldsnámi eru sérgreinar sem eru hljómfræði, tónlistarsaga og tónheyrn og hver áfangi er tveggja ára nám. Auk þess er valáfangi einn vetur.
Tónfræðinám er gjaldfrjálst fyrir þá nemendur Listaskólans sem eru í hljóðfæra- eða söngnámi við skólann.
Kennt er eftir Aðalnámskrá tónlistarskóla - Tónfræðigreinar, sem Menntamálaráðuneytið gefur út og sjá má hér .